- Auglýsing -
- Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Hörpu Elínu Haraldsdóttur um að leika með meistaraflokki Fjölnis/Fylkis næstu árin. Harpa kemur til Fjölnis/Fylkis frá Fram en hún er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað flestar stöður á vellinum en þó aðallega sem skytta og miðja.
- Fjölnir hefur ennfremur samið við Leif Óskarsson um að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis/Fylkis á næsta tímabili ásamt því að þjálfa 3. flokk kvenna. Leifur kemur til Fjölnis frá HK en þar þjálfaði hann ungmennalið HK ásamt 3. flokki kvenna.
- Handknattleikskonan Ólöf Marín Hlynsdóttir mun vera á leið til nýliða Aftureldingar í Olísdeild kvenna. Ólöf Marín var markahæsti leikmaður ÍR í Grill66-deildinni á nýliðinni leiktíð með 87 mörk í 16 leikjum auk 13 marka í þremur leikjum ÍR-liðsins í umspili við Gróttu.
- Vera Víglundsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Vera, sem fæddist 2004, er mjög efnilegur leikmaður sem getur bæði leikið sem skytta og leikstjórnandi, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH.
- Brynja Kristín Bertelsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Brynja Kristín, sem er fædd árið 2005, þykir efnilegur vinstri hornamaður sem hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands.
- Auglýsing -