- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðfest að Jensen kveður danska landsliðið

Jesper Jensen hættir þjálfun danska kvennalandsliðisins um mitt árið. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Jesper Jensen landsliðsþjálfari Dana í handknattleik kvenna lætur af störfum á miðju ári að eigin ósk, ári áður en samningur hans átti að renna út. Þetta kemur fram í tilkynningu danska handknattleikssambandsins. Tíðindin koma ekki eins og þruma úr heiðskýru lofti vegna þess að fyrir helgina sagði TV2 í Danmörku frá því samkvæmt heimildum að Jensen hefði í hyggju að taka við þjálfun ungverska meistaraliðsins Ferencváros (FTC).

Vinsæll og góður árangur

Hinsvegar er um talsvert áfall fyrir danska kvennalandsliðið vegna þess að Jensen hefur ekki aðeins verið vinsæll heldur hefur hann nánast unnið til verðlauna með liðið á öllum mótum sem hann hefur tekið þátt í frá 2020. Þykir danska landsliðið hafa endurheimt stöðu sína sem eitt fremsta landslið heims á nýjan leik undir stjórn Jensens. Síðast lék danska landsliðið til úrslita við Noreg á Evrópumótinu í síðasta mánuði.

Saknar daglegrar þjálfunar

Í tilkynningu danska handknattleikssambandsins er haft eftir Jensen að hann sakni þess að vera í daglegum samskiptum við leikmenn eftir að hann tók eingöngu við þjálfun landsliðsins síðasta vor. Frá 2020 til 2024 þjálfaði hann danska meistaraliðið Esbjerg samhliða þjálfun danska landsliðsins.

Sjá einnig: Danir eru með böggum hildar vegna Jensens

Tekur við af landa sínum?

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvað taki við hjá Jensen þegar hann lætur af störfum en yfirgnæfandi líkur eru á að hann flytji til Búdapest og taki við þjálfun Ferencváros (FTC) af landa sínum, Allan Heine.

Sinna ekki félagsþjálfun

Um langt árabil hafa þjálfarar dönsku landsliðanna í handknattleik, karla og kvenna, ekki sinnt þjálfun félagsliða. Undantekningin var Jensen af því að hann var samningsbundinn Esbjerg til langs tíma þegar danska handknattleikssambandið fékk leyfi félagsins 2020 til að ráða hann þegar komið var í óefni hjá þeim sem þjálfaði landsliðið áður.

Sjá einnig: Myndskeið: Jensen gaf Þóri kveðjugjöf – hefði viljað vinna þig einu sinni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -