- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur jók forskot sitt með 40. sigrinum – Haukar jafnir Fram

Elín Klara Þorkelsdóttir sækir að vörn Gróttu í leikum í kvöld. Hún skoraði 10 mörk fyrir Hauka. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Valur heldur sigurgöngu sinni áfram í Olísdeild kvenna í handknattleik. Í kvöld lögðu meistararnir margföldu Fram í öðru uppgjöri liðanna í deildinni á tímabilinu, 31:28, á heimavelli sínum, N1-höllinni á Hlíðarenda. Staðan var 16:15 í hálfleik, Val í vil.


Greint er frá því á mbl.is að þetta hafi verið fertugasti sigur Vals í öllum mótum hér á landi sem vafalaust er Íslandsmet eða alltént nærri því. Hvað sem því líður þá hefur Valur sex stiga forskot í efsta sæti Olísdeildar á Fram og Hauka sem eru næst á eftir. Haukar lögðu Gróttu í kvöld með átta marka mun í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 34:26.

Fátt var um varnarleik í viðureign Vals og Fram en þeim mun líflegri var sóknarleikurinn og viðureignin skemmtileg á að horfa. Hraðinn var mikill. Fyrri hálfleikur var jafn þar sem liðin skiptust á um að vera með yfirhöndina.
Valur seig framúr þegar leið á síðari hálfleik, ekki síst síðustu tíu mínúturnar. Munurinn var mestur sex mörk, 30:24, þegar fjórar mínútur voru eftir.

Elín Klara með 10 mörk og Rut átti 10 stoðsendingar

Elín Klara Þorkelsdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Hauka í kvöld í átta marka sigri á Gróttu, 34:26. Hún skoraði 10 mörk í 14 skotum og var auk þess sem fimm stoðsendingar. Rakel Oddný Guðmundsdóttir var einnig öflug með sex mörk í sjö skotum. Eins og stundum áður var Rut Arnfjörð Jónsdóttir aðsópsmikil í liði Hauka. Auk þriggja marka átti hún 14 sköpuð færi, þar af 10 stoðsendingar.

Sara Sif með á ný

Sara Sif Helgadóttir markvörður stóð í marki Hauka um tíma í leiknum í kvöld. Vegna meiðsla var þetta hennar fyrsti leikur síðan í lok október.

Ída Margrét Stefánsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir voru áberandi í sóknarleik Gróttu. Þær skoruðu átta mörk hvor. Ída Margrét var einnig með fjórar stoðsendingar.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Valur – Fram 31:28 (16:15).
Mörk Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7/5, Thea Imani Sturludóttir 7, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 6, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Lovísa Thompson 2.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 13, 32,5% – Silja Mueller 1/1, 50%.
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 8, Lena Margrét Valdimarsdóttir 6/3, Steinunn Björnsdóttir 4/1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 3/2, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Íris Anna Gísladóttir 2.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 5, 25% – Darija Zecevic 5, 23,8%.


Tölfræði leiksins hjá HBStatz
.


Grótta – Haukar 26:34 (13:16).
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 8/3, Karlotta Óskarsdóttir 8, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2, Katrín S. Thorsteinsson 1, Edda Steingrímsdóttir 1, Rut Bernódusdóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 5, 38,5% – Andrea Gunnlaugsdóttir 5, 16,1%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 10/1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 5, Alexandra Líf Arnarsdóttir 5, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1/1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 8/1, 36,4% – Sara Sif Helgadóttir 5/1, 38,5% – Elísa Helga Sigurðardóttir 3, 42,9%.


Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -