- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Naumt hjá Degi í Varazdin – úrslit vináttuleikja í kvöld

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króatíu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Króatíska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar vann lærisveina Kiril Lazarov í landsliði Norður Makedóníu, 27:25, í vináttulandsleik í Varazdin í Króatíu í kvöld. Króatar voru í mesta basli með Norður Makedóníumenn í viðureigninni og voru m.a. undir um tíma, m.a. 14:13, í hálfleik.


Króatar mæta Slóvenum í Zagreb Arena á föstudagskvöld. Slóvenar lögðu Katarbúa, 38:30, í gærkvöld og þóttu Slóvenar leika vel.

Maciej Gebala að skora eitt marka pólska landsliðsins í stórsigri á Austurríkismönnum í Plock í Póllandi í kvöld. Ljósmynd/EPA


Nokkir vináttuleikir til viðbótar fóru fram í kvöld. Úrslit þeirra voru eftirfarandi:

Japan – Túnis 34:33 (19:16).
Serbía – Ungverjaland 31:31 (16:15).
Egyptaland – Noregur 29:33 (15:17).
Frakkland – Tékkland 37:28 (22:12).
Spánn – Argentína 32:18 (13:10).
Króatía – Norður Makedónía 27:25 (13:14).
Pólland – Austurríki 31:19 (16:13).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -