- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur ný lið koma inn í Meistaradeildirnar í haust

Barcelona vann Meistaradeild karla í vor. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvað 32 lið taka þátt í Meistaradeildum karla og kvenna á næsta keppnistímabili. Eins og á síðasta tímabili leika 16 lið í hvorri deild. Á föstudaginn verður dregið í tvo átta liða riðla í hvorri keppni.

Fjögur lið sem ekki tóku þátt í Meistaradeildunum á síðustu leiktíð taka þátt þegar flautað verður til leiks í september. Þetta er Montpellier Frakklandi og rúmenska liðið Dinamo Búkarest í karlaflokki og IK Sävehof frá Svíþjóð og Kastamonu Belediyesi frá Tyrklandi í kvennaflokki.


Tíu sæti sæti voru frátekin í hvorri deild fyrir landsmeistara sterkustu deilda Evrópu auk þess sem Þýskaland og Ungverjaland áttu eitt aukasæti frátekið til viðbótar þar sem þau standa efst á styrkleikalista EHF á styrkleikalista deildakeppna Evrópu.


Tólf félög sóttust eftir sex lausum sætum í Meistaradeild karla og 10 félög voru á höttunum á eftir keppnisrétti í Meistaradeild til viðbótar við þau tíu lið sem fyrirfram var ljóst að öðluðust keppnisrétt vegna fyrirfram frátekinna sæti. Framkvæmdastjórn EHF ákvað hvaða sex lið fengu sæti í hvorri deild.


Eftirtalin lið taka þátt í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki á næsta keppnistímabili. Nöfn liðanna sem eru skáletruð fengu sæti samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF. Nöfn þeirra liða sem voru ekki með í deildinni á síðustu leiktíð eru merkt með stjörnu.


HC PPD Zagreb, Króatíu.
Aalborg Håndbold, Danmörku.
Barcelona, Spáni.
PSG Handball, Frakklandi.
THW Kiel, Þýskalandi.
Flensburg-Handewitt, Þýskalandi.
MOL-Pick Szeged, Ungverjalandi.
HC Vardar, Norður-Makedóníu
Lomza Vive Kielce, Póllandi.
FC Porto, Portúgal.
HC Meshkov Brest, Hvíta-Rússlandi.
Montpellier HB, Frakklandi.*
Telekom Veszprém, Ungverjalandi.
Elverum, Noregi.
C.S. Dinamo Búkarest, Rúmeníu.*
HC Motor, Úkraínu.

Vipers frá Krstiansand, sigurlið Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki 2021. Mynd/EPA


Eftirtalin lið taka þátt í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki á næsta keppnistímabili. Nöfn liðanna sem eru skáletruð fengu sæti samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar EHF. Nöfn þeirra liða sem voru ekki með í deildinni á síðustu leiktíð eru merkt með stjörnu.


HC Podravka Vegeta, Krótatíu.
Odense Håndbold, Danmörku.
Brest Bretagne Handball, Frakklandi.
BV Borussia 09 Dortmund, Þýskalandi.
FTC-Rail Cargo Hungaria, Ungverjalandi.
Györi Audi ETO KC, Ungverjalandi.
Buducnost BEMAX, Svartfjallalandi.
Vipers Kristiansand, Noregi.
CSM Búkarest, Rúmeníu.
CSKA, Rússlandi.
Team Esbjerg, Danmörku.
Metz Handball, Frakklandi.
Rostov-Don, Rússlandi.
RK Krim Mercator, Slóveníu.
IK Sävehof, Svíþjóð.*
Kastamonu Belediyesi GSK, Tyrkland.*

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -