Stjarnan vann mikilvægan sigur í neðri hluta Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag í Vestmannaeyjum, 23:22, og skildi þar með ÍBV eftir í næst neðsta sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir sér. Þrjú mörk voru skoruð á síðustu 35 sekúndunum en Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði 23. og síðasta mark Stjörnunnar 10 sekúndum fyrir leikslok.
Stjarnan var með frumkvæðið í leiknum lengst af og var með tveggja marka forystu þegar fyrri hálfleik lauk, 13:11.
Fór á kostum
Sara Dögg Hjaltadóttir fór á kostum með ÍR sem vann eitt stig í viðureign sinni við Selfoss í Skógarseli, 17:17. Sara Dögg skoraði 11 af 17 mörkum ÍR-inga sem sitja í sjötta sæti deildarinnar með fimm stig. Þetta var þriðji leikur ÍR í röð í deild og bikar án taps.
Selfoss var með tveggja marka forskot þegar liðlega fimm mínútur voru eftir af leiktímanum, 17:15. Barátta ÍR-inga skilaði þeim öðru stiginu.
Ljóst er eftir leikina í dag að keppnin í neðri hluta deildarinnar er að harðna enn meira.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.
ÍR – Selfoss 17:17 (8:9).
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 11/1, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir12, 44,4% – Ingunn María Brynjarsdóttir 0.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 7/4, Katla María Magnúsdóttir 5, Eva Lind Tyrfingsdóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 15/1, 46,9%.
Tölfræði HBStatz.
ÍBV – Stjarnan 22:23 (11:13).
Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 5, Agnes Lilja Styrmisdóttir 4/3, Birna Berg Haraldsdóttir 4/1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Britney Cots 2, Birna María Unnarsdóttir 2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1.
Varin skot: Bernódía Sif Sigurðardóttir 13, 37,1%.
Mörk Stjörnunnar: Tinna Sigurrós Traustadóttir 5, Eva Björk Davíðsdóttir 5/4, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 3, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Embla Steindórsdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 15/2, 33,3%.
Tölfræði HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.