- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr hefur skrifað undir tveggja ára samning

Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður og leikmaður Sporting. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég þurfti ekkert að hugsa mig lengi um úr því að mér stóð til boða að vera áfram hjá Sporting þá gekk ég bara frá nýjum samningi til tveggja ára. Þetta var einfaldlega það besta,“ sagði Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður portúgalska meistaraliðsins Sporting Lissabon í samtali við handbolta.is í dag um nýjan tveggja ára samning sem hann skrifaði undir við Sporting rétt fyrir jólin.

Líkar lífið í Lissabon

„Mér hefur líkað mjög vel við lífið í Lissabon og var þess vegna alveg til í að vera tvö ár í viðbót. Það er allt til alls hjá félaginu auk þess sem okkur hefur gengið mjög vel bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni í vetur,“ sagði Orri Freyr ennfremur en hann er í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Zagreb en fyrsti leikur íslenska liðsins verður annað kvöld gegn landsliði Grænhöfðaeyja.

Orri Freyr hefur leikið A-landsleiki og skoraði í þeim 47 mörk. Hann er nú á sínu öðru stórmóti með landsliðinu. Það fyrsta var EM 2022 í Búdapest.

Meistari í Portúgal og Noregi

Orri Freyr, sem er 25 ára gamall og uppalinn á handknattleiksvellinum hjá Haukum, gekk til liðs við Sporting sumarið 2022 að lokinni tveggja ára veru hjá Elverum í Noregi þar sem hann varð norskur meistari og bikarmeistari. Í vor sem leið varð Orri Freyr fyrstu íslenskra karlmanna meistari og bikarmeistari í Portúgal auk þess sem liðið vann sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem það hefur gert það gott á leiktíðinni og á ágæta möguleika á að komast í átta liða úrslit. Auk þess deilir Sporting efsta sætinu í portúgölsku úrvalsdeildinni með Porto um þessar mundir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -