- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron ekki skráður til leiks á HM – bíður betri tíma

Aron Pálmarsson verður ekkert með íslenska landsliðinu í fyrstu leikjunum á HM vegna meiðsla. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur tilkynnt 17 leikmenn til mótsstjórnar heimsmeistaramótsins í handknattleik. Þetta eru þeir leikmenn sem hann hefur úr að spila í leiknum í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum í fyrstu umferð riðlakeppni mótsins.

Vegna meiðsla var Aron Pálmarsson ekki skráður inn í mótið en hins vegar er leyfilegt að bæta aukaleikmanni inn í hópinn hvenær sem er. Einnig eru fimm skiptingar leyfðar meðan á mótið stendur yfir, segir í tilkynningu frá HSÍ.


Af leikmönnunum 17 verður einn að bíta í það súra epli að taka ekki þátt í viðureigninni við Grænhöfðaeyjar í kvöld vegna þess að aðeins er leyfilegt að tefla fram 16 leikmönnum í hverjum leik.

Þessir voru skráðir inn á mótið í morgun:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson.
Aðrir leikmenn:
Bjarki Már Elísson.
Einar Þorsteinn Ólafsson.
Elliði Snær Viðarsson.
Elvar Örn Jónsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Haukur Þrastarson.
Janus Daði Smárason.
Orri Freyr Þorkelsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson.
Sigvaldi Björn Guðjónsson.
Sveinn Jóhannsson.
Teitur Örn Einarsson.
Viggó Kristjánsson.
Ýmir Örn Gíslason.
Þorsteinn Leó Gunnarsson.

Sjá einnig: Landslið Íslands á HM 2025 – strákarnir okkar

Af þessum hóp er þrír að taka þátt í HM í fyrsta sinni, Einar Þorsteinn Ólafsson, Orri Freyr Þorkelsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson. Sá síðarnefndi er jafnframt á sínu fyrsta stórmóti með A-landsliðinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -