- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýr ráðherra íþróttamála lét sig ekki vanta í Zagreb

Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra klappar landsliðinu lof í lofa í Zagreb Arena í gærkvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ráðherra íþróttamála, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, en íþróttir heyra undir mennta- og barnamálaráðherra, lét sig ekki vanta í hóp stuðningsmanna íslenska landsliðsins í handknattleik karla í Zagreb Arena í gærkvöld þegar íslenska landsliðið hóf keppni á heimsmeistaramótinu með 13 marka sigri á landsliði Grænhöfðaeyja, 34:21.


Ásthildur Lóa, sem var á meðal almennra áhorfenda klædd keppnistreyju landsliðsins, dró ekki af sér við að hvetja landsliðið til dáða í leiknum. Hún hét því í upphafi árs að styðja við íþrótta- og afreksstarf með ráðum og dáð.

Ljóst er að ráðherra hefur verið svo ljónheppin að vera ein fárra áhorfenda í nýju treyju landsliðsins sem er ófáanleg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -