- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Stórsigur í Bayonne, Svíar, Hollendingar, Hrafnhildur Hekla, Grikkir

Camilla Herrem skoraði flest mörk norska landsliðsins í sigrinum á Frökkum. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Camilla Herrem skoraði sex mörk og var markahæst í norska landsliðinu þegar það vann franska landsliðið í vináttuleik í Bayonne í Frakklandi í gærkvöld, 30:21. Norska liðið var með mikla yfirburði í leiknum en liðin mættust síðast í úrslitaleik Evrópumótsins í desember. Norðmenn voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11, og náðu mest 11 marka forskoti í síðari hálfleik, 25:14. Grâce Zaadi Deuna var atkvæðamest í franska liðinu. Hún skoraði sjö mörk. Liðin mætast öðru sinni annað kvöld. 
  • Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar hefur verið við æfingar í Frakklandi frá 22. júní.
  • Sænska landsliðið vann heimsmeistara Hollands örugglega í vináttuleik í handknattleik kvenna í gær, 28:23. Þetta er annar sigur Svía á skömmum tíma í undirbúningsleik fyrir Ólympíuleikana. Á föstudaginn vann sænska landsliðið það rússneska, 31:28.
  • Handknattleiksdeild Gróttu hefur framlengt samninginn sinn um tvö ár við Hrafnhildi Heklu Grímsdóttur. Hún er 17 ára gömul og lék á sínu þriðja tímabili í meistaraflokki síðastliðinn vetur. Hrafnhildur Hekla er útsjónarsamur leikstjórnandi og hefur hlutverk hennar aukist með hverju tímabilinu. Hún er ein af efnilegum uppöldum leikmönnum Gróttu.
  • AEK Aþena og PAOK gátu loks hafið úrslitaeinvígið um gríska meistaratitilinn í handknattleik karla í gær en nærri hálfur mánuður er liðin síðan til stóð að einvígi hæfist. Kórónuveiran gerði hinsvegar vart við sig í herbúðum beggja liða. Nú eru flestir leikmenn orðnir hressir og til í slaginn, alltént leikmenn AEK sem unnu fyrsta leikinn með níu marka mun, 36:27. Liðin mætast öðru sinni á heimavelli PAOK annað kvöld.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -