Stjarnan heldur áfram að safna stigum í Olísdeild kvenna í handknattleik. Í dag bættust tvö stig í safnið með sigri á Gróttu í Hekluhöllinni í Garðabæ, 31:28. Stjarnan hefur þar með unnið sér inn 10 stig og sýnt töluverðar framfarir eftir því sem á leiktíðina hefur liðið. Grótta er áfram neðst með fjögur stig.
Stjarnan var með yfirhöndina í leiknum í dag frá upphafi til enda. Staðan í hálfleik var 19:15 og mestur varð munurinn nokkrum sinnum fimm mörk í síðari hálfeik allt þar til á allra síðustu mínútum að Gróttu tókst aðeins að minnka muninn.
Talsverðu munaði um að Aki Ueshima markvörður Stjörnuliðsins varði vel meðan markverðir Gróttu náðu sé ekki eins vel á strik.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Stjörnunnar: Tinna Sigurrós Traustadóttir 9, Eva Björk Davíðsdóttir 8/4, Embla Steindórsdóttir 5, Vigdís Arna Hjartardóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Aki Ueshima 13/1, 33,3%
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 12/5, Karlotta Óskarsdóttir 5, Rut Bernódusdóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Edda Steingrímsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 5, 17,2% – Anna Karólína Ingadóttir 2/1, 22,2%.
Tölfræði HBStatz.