- Auglýsing -
- Ein þekktasta handknattleikskona Rúmeníu á síðustu árum, Oana Manea, hefur tekið fram keppnisskóna á nýjan leik 36 ára gömul. Manea hætti fyrir tveimur árum. Hún tók þátt í 12 stórmótum með rúmenska landsliðinu og var í sigurliði Györ í Meistaradeild Evrópu fyrir fimm árum. Manea tekur upp þráðinn nú með Rapid frá Búkarest.
- Portúgalski landsliðsmaðurinn Victor Iturriza hefur framlengt samning sinn við Porto til ársins 2026.
- Alexei Alekseev, þjálfari rússneska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur framlengt samning sinn um þjálfun rússneska félagsliðsins Lada Togliatti. Liðið varð í þriðja sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á nýliðnu keppnistímabili.
- Engir áhorfendur verða á leikjum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem hefjast í Tókýó síðar í þessum mánuði. Þar verður leikið án áhorfenda á þriðja stórmótinu í röð. Tvö hin fyrri eru Evrópumót kvenna í Danmörku í desember og heimsmeistaramót karla í Egyptalandi í janúar. Til stóð að allt að 10 þúsund áhorfendur fengju að mæta á leiki handknattleikskeppni leikanna en vegna fjölgunar kórónuveirutilfella í Tókýó var ákveðið í gær að skella í lás á öllum viðburðum leikanna.
- Auglýsing -