- Auglýsing -
Króatinn Marino Gabrieri sem gekk til liðs við ÍBV fyrir keppnistímabilið er farinn frá félaginu, eftir því sem handbolti.is kemst næst. Gabrieri náði aldrei að sýna sitt rétta andlit með ÍBV í leikjum Olísdeildarinnar en mun hafa fengið tækfæri til þess að reyna fyrir sér annarstaðar.
Hermt er að Gabrieri ætli að reyna fyrir sér á Grikklandi en hvorki hefur það fengist staðfest né þá hjá hvaða liði í Grikklandi, sé á annað borð um staðreynd að ræða.
Gabrieri skoraði níu mörk í 11 leikjum. Hann er 24 ára gamall og kom til ÍBV frá RK Sloboda Tuzla í Bonsíu.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -