- Auglýsing -
- Gauthier Mvumbi línumaður landsliðs Kongó sem vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu og líflegt viðmót á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar leikur með Pouzauges í næst efstu deild í Frakklandi á næsta keppnistímabili. Hann lék með 4. deildarliðinu Dreux á síðasta vetri. Orðrómur var uppi eftir HM að bæði Cangas á Spáni og Vardar í Norður Makedóníu hafi verið með Mvumbi undir smásjánni en þegar frá leið dofnaði áhugi beggja liða fyrir Kongbóbúanum sem gengur undir gælunafninu „El Gigante“.
- Brasilíski markvörðurinn, Gabriela Moreschi, hefur samið við þýska 1. deildarliðið Bieitgheim. Hún á að bera hitann og þungan af markvörslu liðsins á næstu leiktíð meðan norski markvörðurinn Stang Sando glímir við meiðsli. Moreschi kemur til þýska liðsins frá Fleury Loiret í Frakklandi.
- Annar markvörður, Tobias Thulin, hefur kvatt herbúðir SC Magdeburg og gengið til liðs við Stuttgart og verður þar með samherji Viggós Kristjánssonar á næsta keppnistímabili. Svíinn hafði verið í þrjú ár með Magdeburg-liðinu. Hann kom til Magdeburg fyrir milligöngu Tomas Svensson sem var í sjö ár markavarðaþjálfari félagsins.
- Hið sögufræga handknattleikslið RK Metalurg Skopje afþakkaði þátttökurétt í Evrópudeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabil. Liðið var með á síðasta vetri en þátttakan reyndist afar kostnaðarsöm. Forráðamenn félagsins ætla að spara útgjöldin og leggja meira í keppnina heimafyrir. RK Metalurg Skopje hafnaði í fjórða sæti í úrvalsdeildinni í Norður-Makedóníu.
- Egyptar unnu Brasilíumenn, 32:25, í vináttuleik í handknattleik karla í Nürnberg í Þýskalandi í gær en leikurinn var liður í undirbúningi beggja fyrir Ólympíuleikana í Tókýó.
- Unglingalandsliðsmenn skrifa undir þriggja ára samninga við Aftureldingu
- Heimaleik Magdeburg frestað eftir árásina á jólamarkaðinn
- Zorman velur hópinn sem mætir Íslandi – tveir reynslumenn fjarverandi
- Molakaffi: Arnór, Grétar, Einar, Guðmundur
- Jóhanna og liðsfélagar fara vel af stað hjá nýjum þjálfara
- Auglýsing -