- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björgvin Páll sá þriðji sem nær 50 HM-leikjum

Björgvin Páll Gústavsson hitar upp fyrir 50. leik sinn á heimsmeistaramóti. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson hinn þrautreyndi markvörður íslenska landsliðsins tók þátt í sínum 50. leik á heimsmeistaramóti í gærkvöld þegar íslenska landsliðið lagði Egypta, 27:24, í fyrstu umferð milliriðlakeppni HM í handknattleik. Þar með komst Björgvin Páll í flokk með tveimur fyrrverandi félögum.


Björgvin Páll er aðeins þriðji íslenski landsliðsmaðurinn til þess að taka þátt í 50 leikjum á HM. Hinir eru Guðjón Valur Sigurðsson, 57 leikir, og Ólafur Stefánsson, 54 leikir. Næstir á eftir Björgvin Páli eru Guðmundur Hrafnkelsson, 44 leikir, og Ásgeir Örn Hallgrímsson, 37 leikir á HM.

Björgvin Páll stóð fyrst í marki íslenska landsliðsins á HM 2011 í sex marka sigurleik á Svíum, 32:26, í Nörrköping. Síðan hefur Ísland leikið 51 leik á HM. Björgvin Páll hefur aðeins misst einn leik úr frá sigurleiknum á Ungverjum fyrir 14 árum. Það var viðureign gegn Portúgal í 1. umferð riðlakeppni HM 2021 í Egyptalandi. Alls 50 leikir af 51 mögulegum.

Oft hefur mætt meira á Björgvin Páli en í 50. HM-leiknum í gær í Zagreb Arena. Hann kom inn á undir lok leiksins til að freista þess að verja vítakast.

Alls eru landsleikir Björgvins Páls orðnir 279 og mörkin 25.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -