- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Um ótrúlega staðreynd er að ræða“

Nikolaj Jacobsen hinn sigursæli landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


„Þegar maður lítur til baka þá er það rétt sem ég sagði við strákana að um ótrúlega staðreynd er að ræða,“ segir Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla sem kominn er með lið sitt í úrslitaleik heimsmeistaramóts karla í fjórða sinn í röð. Danska liðið hefur ekki tapað leik á heimsmesitaramóti undir stjórn Jacobsen.

Sigurleikirnir eru 34 og jafntefli tvö frá HM 2019 til dagsins í dag. Eins og gefur að skilja hefur ekkert annað landslið leikið 36 leiki taplaust í röð á HM enda er afrek Dana einstakt, þ.e. að vinna heimsmeistaramót þrisvar í röð.


„Nú er stefnan tekin á að bæta fjórðu stjörnunni á landsliðstreyjuna,“ segir Jacobsen ákveðinn í samtali við TV2. Stjarna er pressuð á búninga heimsmeistaranna í handknattleik. Úrslitaleikur Dana og Króata hefst klukkan 17 á morgun, sunnudag.

Jafnar met Rúmenans

Vinni Danir úrslitaleikinn á morgun og verða þar með heimsmesitarar í fjórða sinn í röð jafnar Jacobsen Rúmenann Niculae Nedeff (1928 – 2017). Hann stýrði rúmenska landsliðinu til sigurs á HM fjórum sinnum, þó ekki röð; 1961, 1964, 1970 og 1974. Rúmenska landsliðið hreppti bronsverðlaun á HM 1967 undir stjórn Nedeff án þess að fara heim með gullverðlaun.

Nedeff bætti síðan þremur heimsmeistaratitlum við sem þjálfari kvennalandsliðs Rúmeníu.

Þrátt fyrir ótrúlega sigurgöngu með danska landsliðið þá hefur Jacobsen aldrei unnið gullverðlaun á Evrópumeistaramóti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -