Hafdís Renötudóttir landsliðsmarkvörður hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Vals. Nýi samningur Hafdísar við Val gildir til ársins 2028. Hún gekk til liðs við Val sumarið 2023 eftir að hafa leikið með Fram um árabil en einnig var Hafdís um skeið hjá Stjörnunni auk félagsliða í Danmörku og Svíþjóð.
Hafdís var í stóru hlutverki hjá Val á síðustu leiktíð þegar Valur varð Íslands- og bikarmeistari, deildarmeistari í Olísdeildinn auk þess að vinna meistarakeppni HSÍ.
Hafdís hefur átt sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár og var m.a. í landsliðinu á EM á síðasta ári og á HM árið á undan. Alls er landsleikir Hafdísar 65 og mörkin sem hún hefur skorað eru fjögur.
„Ég er mjög ánægður að Hafdís hafi framlengt samninginn sinn við Val enda verið lykilleikmaður hjá liðinu undanfarin ár og frábær karakter. Hún passar vel inn í framtíðarplön félagsins og mun án efa halda áfram að vera leiðtogi inná vellinum og miðla sinni reynslu til yngri leikmanna félagsins,“ er haft eftir Antoni Rúnarssyni verðandi þjálfara kvennaliðs Vals í tilkynningu frá félaginu í dag.