- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allir Íslendingarnir fögnuðu sigrum í Noregi

Sveinn Jóhansson leikmaður Kolstad, Ísak Steinsson markvörður Drammen, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Benedikt Gunnar Óskarsson leikmenn Kolstad komu allir við sögu í dag. Ljósmynd/ Roy Martin Johnsen
- Auglýsing -


Íslendingarnir fjórir hjá norska meistaraliðinu Kolstad komu allir við sögu í kvöld þegar liðið hóf keppni á ný í norsku úrvalsdeildinni eftir HM-hlé. Kolstad vann Bækkelaget, 29:24, og settist í efsta sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan Elverum sem á leik til góða á Þrándheimsliðið.

Allir skoruðu

Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Kolstad-liðið. Benedikt Gunnar átti auk þess tvær stoðsendingar. Arnór Snær Óskarsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Fjórði Íslendingurinn, Sveinn Jóhannsson, skoraði eitt mark af línunni.

Ísak Steinsson markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Drammen. Ljósmynd/Roy Martin Johnsen/DHK

Ísak var frábær

Ísak Steinsson stóð í marki Drammen í kvöld þegar liðið vann Halden, 29:24, á heimavelli. Hann átti mjög góðan leik, varði 14 skot, 38%, auk þess að eiga eina stoðsendingu í kærkomnum sigri á heimavelli. Drammen var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10. Liðið er í sjötta sæti með 19 stig að loknum 18 leikjum.

Tveir sigurleikir í úrvalsdeild kvenna

Í úrvalsdeild kvenna heldur Storhamar, sem Axel Stefánsson er einn þjálfara hjá, áfram sigurgöngu sinni. Storhamar sótti Haslum heim og vann með átta marka mun, 33:25. Storhamar er í efsta sæti með 28 stig efti 15 leiki.

Elías Már Halldórsson fagnaði einnig kærkomnum sigri í kvöld með Fredrikstad Bkl. Hann þjálfar liðið út leiktíðina. Fredrikstad Bkl lagi Fana með níu marka mun á útivelli. 35:26. Með sigrinum fór Fredrikstad Bkl upp fyrir Fana og er í níunda sæti með 9 stig eftir 15 leiki.

Stöðuna í norsku úrvalsdeildunum og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -