- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dómarar og Valsarar hafa verið í Eyjum síðan á þriðjudag – fara heim á morgun

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Valshefur haft nægan tíma síðustu daga til þess að funda með leikmönnum sínum. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -


Viðureign ÍBV og Vals í Olísdeild kvenna sem var á dagskrá í kvöld í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum hefur verið seinkað þangað til á morgun. Til stendur að Bóas Börkur Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson flauti til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 11.30 sem er harla óvenjulegur leiktími.

Ástæða seinkunarinnar er sú að liðin áttust við í átta liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar í gærkvöld. Þótti þar með rétt að gefa liðunum og dómurunum aðeins meira en sólarhringshlé á milli leikjanna.


„Það lá alltaf fyrir að síðari leiknum yrði seinkað úr því að bikarleiknum var frestað um sólarhring,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals í þann mund sem hann fór inn á æfingu með Valsliðið í Vestmannaeyjum á ellefta tímanum í morgun.

Ágúst Þór hefur verið með sveit sína í Vestmannaeyjum síðan á þriðjudaginn. „Það hefur bara farið vel um okkur. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Ágúst Þór galvaskur að vanda.

Dómararnir eru einnig í Eyjum

Fleiri en leikmenn Vals og þjálfari hafa verið í Vestmannaeyjum síðan á þriðjudag. Dómararnir Bóas Börkur Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson fóru til Eyja á þriðjudaginn og verða þar fram á morgundaginn uns Herjólfur leggur af stað síðdegis til Þorlákshafnar. Bóas og Gunnar dæma einnig viðureign ÍBV og Vals í Olísdeild kvenna á morgun auk þess sem Bóas verður eftirlitsmaður á viðureign ÍBV og FH í átta liða úrslitum Poweradebikarsins sem hefst klukkan 13.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -