Dagur Gautason skoraði fjögur mörk mörk í fyrsta leik sínum fyrir franska liðið Montpellier í kvöld á heimavelli. Montpellier lagði PAUC, 33:31, í grannaslag í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar. Dagur gekk óvænt til liðs við Montpellier í vikunni og varð gjaldgengur með liðinu í gær eftir að félagaskipti hans frá ØIF Arendal runnu í gegn.
Dagur skoraði mörkin fjögur úr sex skotum er óhætt að segja að hann hafi átt góðan upphafsleik með Montpellier eftir fáeinar æfingar. Hann tók sæti í byrjunarliðinu vegna meiðsla Svíans Lucas Pellas sem sleit hásin á dögunum. Annar Svíi, Sebastian Karlsson, var markahæstur með átta mörk.
Chambéry og PSG komust einnig í undanúrslitum frönsku bikarkeppninnar í kvöld. PSG lagði Nantes, 40:39, eftir vítakeppni á heimavelli. Í fyrradag náði Limoges sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar.
Sjá einnig: „Hlutirnir geta verið fljótir að breytast“