Toppbarátta Olísdeildar karla í handknattleik hefur ekki í annan tíma verið jafnari en um þessar mundir þegar sex umferðir eru eftir. Aðeins eitt stig skilur að fjögur efstu liðin eftir að Valur vann öruggan sigur á þreyttum FH-ingum í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld, 33:26.
Valsmenn hafa þar með 22 stig eins og Afturelding í þriðja og fjórða sæti með FH og Fram eru stigi fyrir ofan. Þar á ofan hefur Valur nú sterkari stöðu í innbyrðis viðureignum gegn FH ef þannig fer að liðin verði jöfn að stigum þegar upp verður staðið að loknum 22 umferðum miðvikudaginn 26. mars.
Staðan var 16:14 þegar fyrri hálfleikur var að baki á Hlíðarenda. Valsmenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik réðu lögum og lofum gegn FH í kvöld. Varnarleikurinn var prýðilegur og olli sóknarmönnum FH talsverðum erfiðleikum.
Ljóst var að tvíframlengd viðureign FH-inga gegn ÍBV í átta liða úrslitum Poweradabikarnum á laugardaginn sat eitthvað í Hafnfirðingum. Þeir náðu sér aldrei á strik, ekki síst í síðari hálfleik þegar Valsmenn með Úlfar Pál Monsa Þórðarson fremstan í flokki skoraði eftir hvert hraðaupphlaupið á eftir öðru.
![](https://handbolti.is/wp-content/uploads/2025/02/03/20250211-DSC_3186.jpg)
![](https://handbolti.is/wp-content/uploads/2025/02/03/20250211-DSC_3099.jpg)
![](https://handbolti.is/wp-content/uploads/2025/02/03/20250211-DSC_3349.jpg)
Valsmenn endurheimtu Ísak Gústafsson í kvöld úr fjarveru vegna meiðsla síðan í lok nóvember. Magnús Óli Magnússon var fjarri góðu gamni og svo virðist sem Svartfellingurinn Miodrag Corsovic sé á bak og burt á nýju ári. Alexander Petersson sem í Þýskalandi í síðustu viku þegar Valur sótti KA heim var hinsvegar með í kvöld og styrkti vörnina að vanda.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 8/3, Bjarni Í Selvindi 5, Andri Finnsson 4, Agnar Smári Jónsson 4, Allan Norðberg 2, Viktor Sigurðsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Róbert Aron Hostert 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Gunnar Róbertsson 1, Ísak Gústafsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10/1, 31,3% – Jens Sigurðarson 0.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/6, Jóhannes Berg Andrason 5, Einar Örn Sindrason 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Símon Michael Guðjónsson 3, Birgir Már Birgisson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Garðar Ingi Sindrason 2.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 12, 26,7%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.