- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísak tók sinna ráða gegn Haslum

Ísak Steinsson markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Drammen. Ljósmynd/Roy Martin Johnsen/DHK
- Auglýsing -


Unglingalandsliðsmarkvörðurinn Ísak Steinsson átti prýðilegan leik í marki Drammen í síðari hálfleik í dag þegar liðið vann Haslum, 34:29, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Staðan var jöfn í hálfleik, 17:17.

Ísak tók til sinna ráða eftir að hann leysti af kollega sinn, Oscar Larsen Syvertsen, og varði 10 skot, 36%, og átti þar með góðan hluti í sigri Drammenliðsins að þessu sinni. Syvertsen náði sér ekki á strik og varði ekki eitt skot.


Drammen er í fjórða sæti með 23 stig eftir 20 leiki, þremur stigum á eftir Bergen sem situr í þriðja sæti. Elverum og Kolstad hafa sérstöðu í deildinni. Liðin tvö eru langefst.

Fredrikstad fikrar sig ofar

Í úrvalsdeild kvenna í Noregi gekk Elías Már Halldórsson þjálfari Fredrikstad Bkl. væntanlega með sigurbros á vör af leikvelli eftir þriggja marka sigur á Molde á heimavelli, 29:26. Staða Fredrikstad Bkl. hefur vænkast í síðustu leikjum. Liðið er komið upp í níunda sæti af 14 með 11 stig eftir 16 leiki. Á tíma var Fredrikstad Bkl. í basli meðal allra neðstu liðanna.

Efsta lið úrvalsdeildar kvenna, Storhamar, tapaði stigi á heimavelli þegar Fana kom í heimsókn. Lokatölur, 29:29. Akureyringurinn Axel Stefánsson er nýlega kominn í þjálfarateymi Storhamar á nýjan leik eftir nokkra mánaða fjarveru. Storhamar hefur 29 stig í efsta sæti eins og gamla stórveldið Larvik sem vaxið hefur fiskur um hrygg síðustu misseri eftir nokkur mögur ár.

Stöðuna í norsku úrvalsdeildunum og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -