Afturelding hafði enn og aftur sætaskipti við HK í öðru til þriðja sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld þegar Mosfellingar lögðu Fjölni, 23:18, að Varmá í upphafsleik 16. umferðar.
Afturelding er með 23 stig, er stigi á eftir HK sem á leik til góða við FH í Kórnum á sunnudaginn. KA/Þór var deildarmeistari um síðustu helgi. HK og Afturelding er þar með líklegust til þess að kljást í umspilinu um keppnisrétt við lið úr Olísdeildinni, eins og sakir standa.
Þrátt fyrir að töluvert skilji liðin að í deildinni þá veitti Fjölnisliðið Aftureldingu harða mótspyrnu að þessu sinni svo lengi vel munaði ekki nema einu til tveimur mörkum.
Afturelding komst tveimur mörkum yfir í hálfleik, 11:9, eftir að hafa byrjað leikinn betur og m.a. náð fjögurra marka forskoti.
Í síðari hálfleik máttu leikmenn Aftureldingar lengst af hafa sig allar við til þess að tryggja sér stigin tvö.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Aftureldingar: Hulda Dagsdóttir 8/3, Lovísa Líf Helenudóttir 4, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2, Ísabella Sól Huginsdóttir 2, Anna Katrín Bjarkadóttir 1, Susan Ines Gamboa 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 16, 48,5% – Saga Sif Gísladóttir 0.
Mörk Fjölnis: Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 6, Tinna Björg Jóhannsdóttir 3, Sara Kristín Pedersen 3, Eyrún Ósk Hjartardóttir 2, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 3, Signý Harðardóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 7/1, 23,4%.
Tölfræði HBStatz.