„Byrjunin situr í mér. Við vorum hægir í gang og lentum fjögur núll undir. Það tók sinn tíma að vinna sig inn í leikinn eftir það. Engu að síður er ég stoltur af strákunum sem sýndu þrautsegju og karakter að vinna sig inn í leikinn þrátt fyrir mótlæti á köflum,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar eftir að lið hans tapaði, 36:33, í framlengdum undanúrslitaleik Poweradebikarsins gegn Fram á Ásvöllum í kvöld.
„Það var eins svekkjandi og mögulegt er að tapa þessu jafna leik. Eitt atriði til eða frá getur munað,“ segir Gunnar.
„Þetta féll ekki okkar megin,“ bætir Gunnar við og nefnir nokkur atriði í framlenginunni sem munað upp þegar dæmið var gert upp.
Erfið staðreynd að kyngja
Gunnar segir að það verði mjög erfitt að kyngja þeirri staðreynd að falla úr leik. „Það gerist ekki verra í þessu bransa. Það er stutt á milli í þessu. Við vorum ótrúlega nærri því vinna sem gerir þetta enn meira svekkjandi,“ segir Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar í samtali við handbolta.is eftir leikinn á Ásvöllum í kvöld.
Lengra viðtal er við Gunnar í myndskeiði hér fyrir ofan.