Franska liðið Montpellier situr áfram í þriðja sæti frönsku 1.deildarinnar eftir öruggan sigur á næsta neðsta liði deildarinnar, Istres, 36:31, á heimavelli í kvöld. Dagur Gautason lék með Montpellier-liðinu í rúmar hálftíma og skoraði fjögur mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Nýtti hann bæði vítaköstin sem honum var treyst fyrir að taka.
Annars dreifist álagið á milli leikmanna Montpellier sem voru í erfiðum leik í Evrópudeildinni á þriðjudaginn. Dagur var markahæstur ásamt Sindre André Aho. Nokkrir af þekktari leikmönnum Montpellier s.s. landsiðsmennirnir Vantine Porte og Yanis Lenne tóku lítið sem ekkert þátt í leiknum.
Sem fyrr segir þá er Montpellier í þriðja sæti deildarinnar. Liðið hefur 29 stig, er tveimur stigum á eftir PSG og þremur á eftir Nantes sem eiga leik til góða um helgina.
Staðan: