- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Daníel Þór og Elmar í sigurliðum í toppbaráttu – annar sá rauða spjaldið

Daníel Þór Ingason. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -


Íslenskir handknattleiksmenn fögnuðu sigrum í 2. deild þýska handknattleiksins þegar 21. umferð hófst. Daníel Þór Ingason og félagar í Balingen-Weilstetten unnu Dresdenliðið Elbflorenz, 32:31, í hörkuleik á heimavelli í uppgjöri liðanna í fjórða og fimmta sæti. Þátttaka Daníels Þórs í leiknum fékk snöggan enda.

Elmar Erlingsson, mágur Daníels Þórs, var aðsópsmikill í sigri Nordhorn-Lingen á Hüttenberg, 29:28, á heimavelli.

Rautt spjald í fyrri hálfleik

Daníel Þór skoraði eitt mark en varð að bíta í það súra epli að vera sýnt rauða spjaldið á 26. mínútu og fylgjast með leiknum eftir það úr áhorfendastúkunni. Sigurinn var Balingen afar mikilvægur eftir tvo tapleiki í röð.

Litáinn Mindaugas Dumcius, sem lék með Akureyri handboltafélagið fyrir nokkrum árum skoraði eitt mark fyrir Elbflorenz.

Elmar Erlingsson t.h. ásamt forvígismanni Nordhorn-Lingen. Mynd/Nordhorn-Lingen

Áfram á sigurbraut

Elmar skoraði þrjú mörk í átta skotum gaf fjórar stoðsendingar í góðum sigri Nordhorn-Lingen á Hüttenberg, 29:28, á heimavelli. Eftir erfiða byrjun í haust hefur Nordhorn verið á sigurbraut síðustu vikur og er fyrir vikið komið upp í sjötta sæti með 24 stig, aðeins þremur stigum á eftir Hüttenberg sem er í þriðja sæti með 27 stig eins og Daníel Þór og félagar í Balingen-Weilstetten.


Bergischer HC er efstu með 30 stig. Minden er í öðru sæti þremur stigum á eftir og á leik til góða.

Er ennþá úr leik

Hákon Daði Styrmisson er ekki byrjaður að leika á ný með Eintracht Hagen eftir krossbandaslit í fyrravor. Það kom ekki í veg fyrr öruggan sigur liðsins á Tusem Essen á heimavelli, 32:23. Hagen er er næst neðst með 17 stig.

Staðan í 2. deild karla í Þýskalandi:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -