- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Karen hefur leikið sinn síðasta keppnisleik

Framarinn Karen Knútsdóttir lék sinn síðasta leik í dag. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Ein fremsta handknattleikskona sem Ísland hefur átt, Karen Knútsdóttir, lék sinn síðasta keppnisleik í dag þegar lið hennar Fram mætti Haukum í úrslitaleik Poweradebikarsins á Ásvöllum. Karen staðfesti þetta í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson hjá RÚV í leikslok.

Karen ætlaði að hætta í lok leiktíðar í vor en áætlanir hennar breyttust þegar í ljós kom að hún er barnshafandi.


„Já, þetta er í raun bara minn allra síðasti leikur. Ég á von á mínu þriðja barni. Ég var að vonast til að kveðja þetta betur. En það var gaman að taka þátt í þessari helgi. Og, já, gaman að fá spila handbolta hérna,“ sagði Karen í hjartnæmu viðtali við RÚV.

Karen tók fram skóna í haust eftir hlé og hefur leikið með Fram í Olísdeildinni í vetur.

Glæsilegur ferill

Karen hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari með Fram 2018 og 2022 og bikarmeistari fjórum sinnum, 2010, 2011, 2018 og 2020 auk fjölda annarra einstaklingsviðurkenninga. Hún lék um árabil í atvinnumennsku í Danmörku, Frakklandi og í Þýskalandi. Landsleikirnir eru 106 og mörkin 371. Karen lék með landsliðinu á þremur stórmótum, EM 2010 og 2012 og á HM 2011.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -