Eftir því sem næst verður komist þá er Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram annar þjálfarinn sem hefur stýrt kvenna- og karlaliði til sigurs í bikarkeppninni í handknattleik. Hinn er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson sem var þjálfari kvennaliðs ÍBV 2002 þegar liðið vann bikarkeppnina og 18 árum síðar þegar karlalið ÍBV vann bikarinn.

Einar stýrði karlaliði Fram til sigurs í Poweradebikar karla í gær. Hann hafði áður unnið bikarinn 2010 og 2011 með kvennaliði Fram.
Ef fleiri þjálfarar hafa náð þessu árangri eru upplýsingar um það vel þegnar á netfangið [email protected].
Stefán og Gústaf
Í hádegisfréttum RÚV sagði Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson frá þeirri staðreynd að Stefán Arnarson, annar þjálfara Hauka sem varð bikarmeistari í kvennaflokki í gær í, hafi þar með stýrt liðum þriggja félaga til sigurs í bikarkeppninni og jafnað metin við Gústaf Björnsson.

Stefán vann bikarinn sem þjálfari kvennaliðs Vals 2012, 2013 og 2014, með Fram 2018 og 2020 og nú 2025 með Hauka ásamt Díönu Guðjónsdóttur samstarfskonu sinni og dóttur Guðjóns Jónssonar sem var sigursæll þjálfari karla- og kvennaliðs Fram á árum áður.
Gústaf hefur einnig unnið bikarinn sex sinnum sem þjálfari þriggja félaga, Fram 1984, 1985, 1986 og 1999 með Víkingi 1992 á stóli þjálfara Hauka 2003.
Auk þess hafa Gústaf og Stefán margoft unnið Íslandsmeistaratitilinn sem þjálfarar.