- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eina sem skiptir er að vinna leikinn

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Það stóð alltaf til að kalla inn sautjánda manninn. Ég var þá að horfa til Gísla Þorgeirs en vonin var alltaf veik um að hann gæti verið með og sú varð raunin. Benedikt var þar með valinn í staðinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í Chalkida í Grikklandi í morgun þar sem íslenska landsliðið mætir gríska landsliðinu í undankeppni EM 2026 síðdegis á miðvikudaginn.

Björgvin inn fyrir Viktor

Snorri valdi 17. leikmanninninn í hópinn í gær, Benedikt Gunnar Óskarsson frá Kolstad í Noregi. Daginn áður varð Snorri Steinn að kalla inn Björgvin Pál Gústavsson markvörð Vals þegar ljóst var að Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður gæti ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.

Snorri Steinn hefur talsvert breytt lið frá HM í leiknum í Chalkida á miðvikudag og skamman tíma til undirbúnings. Síðustu leikmenn koma til gríska bæjarins í dag frá Danmörku, Noregi og Þýskalandi og ná vonandi fyrstu æfingunni síðdegis.

„Við eigum eftir að æfa tvisvar til þrisvar fyrir leikinn og við verðum að fylla skýrsluna,“ segir Snorri Steinn og bætir við að það hafi komið bakslag í meiðsli Viktors Gísla sem hafi bundið enda á vonir hans um að vera með í leikjunum við Grikki.

„Breytingarnar eru margrar frá HM en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því. Við erum mættir til Grikklands og vinnum úr þeirri stöðu sem við erum í.“


„Í dag er ég með sterkasta hópinn sem úr að velja um þessar mundir. Við verðum að búa okkur eins vel undir leikinn á miðvikudaginn og kostur er og sækja tvö stig,“ segir Snorri Steinn.

„Við höfum lítinn tíma og verðum að nýta hann vel. Við getum ekki labbað inn í eitthvað umhverfi sem við vorum í janúar. Við verðum að púsla þessu saman og móta liðið og hámarka okkar leik á miðvikudaginn. Eina sem skiptir er að vinna leikinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við handbolta.is í Chalkida í morgun.

Lengra viðtal við Snorra Stein í myndskeiði hér fyrir ofan.

Meðal þeirra leikmanna sem eru frá vegna meiðsla eru: Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon, Viktor Gísli Hallgrímsson, Teitur Örn Einarsson og Viggó Kristjánsson. 

Íslenska landsliðið

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur, (281/25).
Ísak Steinsson, Drammen HK (0/0).

Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, SC DHfK Leipzig (2/0).
Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0).
Aron Pálmarsson, Veszprém (182/694).
Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/1).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124).
Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (41/56).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164).
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, Skanderborg AGF (33/61).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (24/74).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf! Göppingen (100/44).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -