„Ég er spenntur fyrir að leika gegn Grikklandi og sýna hvað í mér býr,” segir Arnór Snær Óskarsson einn þeirra leikmanna sem valdir voru til þess að leika fyrir hönd Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM karla í Chalkida annað kvöld.
Arnór Snær hefur leikið með Kolstad í Noregi síðan í nóvember og vegnað vel. „Ég veit svo sem ekki mikið um gríska liðið annað en það sem ég sá á vídeófundi í morgun. Þeir virðast góðir. Okkar markmið er að vinna báða leikina og halda efsta sæti riðilsins,“ segir Arnór Snær.
„Mér hefur gengið vel í Kolstad og leikið mikið,“ bætir Arnór Snær við sem æfði með landsliðinu í janúar fyrir HM. Hann segir það koma sér vel núna þótt vissulega sé eitt og annað sem hann þurfi að kynnast betur.
Leikur Grikklands og Íslands hefst klukkan 17 að íslenskum tíma á morgun, miðvikudag. Síðar viðureignin verður í Laugardalshöll klukkan 16 á laugardaginn.
Lengra viðtal er við Arnór Snær í myndskeiði hér fyrir ofan.
Leikur Grikklands og Íslands hefst klukkan 17 að íslenskum tíma á morgun, miðvikudag. Síðari viðureignin fer fram á laugardaginn í Laugardalshöll. Miðasala er midix.is.