Næst síðasta umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik verður leikin í kvöld. Fimm leikir þar af leiðandi á dagskrá sem verða sendir út á Handboltapassanum góða.
KA/Þór hefur fyrir nokkru tryggt sér sigur í deildinni og hiklausan flutning upp í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð. Ennþá er barátta um annað sæti deildarinnar og heimaleikjarétt í umspili. HK er í öðru sæti með 24 stig en Afturelding er stigi á eftir.
Talsvert verður um að vera í Kaplakrika fyrir viðureign FH og Berserkja. Birna Íris Helgadóttir leikmaður FH verður heiðruð fyrir að hafa leikið 500 leiki fyrir meistaraflokk FH. Það er svo sannarlega ekki daglegt brauð að handknattleikfólks leikur 500 leiki fyrir meistaraflokkslið félags síns eins og Birna Íris hefur gert. Þar á ofan tók hún nýverið sæti í stjórn handknattleiksdeildar FH.
Leikir kvöldsins
Grill 66-deild kvenna:
Kaplakriki: FH – Berserkir, kl. 19.30.
Lambhagahöllin: Fram2 – Afturelding, kl. 19.30.
Safamýri: Víkingur – HK, kl. 19.30.
Fjölnishöllin: Fjölnir – KA/Þór, kl. 19.30.
Ásvellir: Haukar2 – Valur 2, kl. 19.45.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.