„Mér finnst þetta vera rökrétt skref á þessum tímapunkti á mínum ferli,“ segir Haukur Þrastarson landsliðsmaður í handknattleik um vistaskipti sín til þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen sem greint var frá í vikunni. Haukur gengur til liðs við félagið í sumar þegar samningur hans við Dinamo Búkarest rennur sitt skeið á enda.
Haukur samdi við Mannheim-liðið til þriggja ára.
„Síðan ég fór út fyrir fimm árum hef ég verið í slakari deildum með mörgum slökum leikjum. Mig langar að prófa að komast í deild þar sem fleiri og jafnari leikir eru. Ég er bara spenntur fyrir þessu,“ segir Haukur sem var í fjögur ár hjá Indurstria Kielce áður en hann fór til Búkarest á síðasta sumri á eins árs samningi. Haukur var aðeins 19 ára þegar hann flutti til Póllands.
„Það verður gaman að takast á við það verkefni að fara til Þýskalands,“ segir Haukur Þrastarson sem verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Grikkjum í Laugardalshöll áður en keppnistímabilinu lýkur í Rúmeníu.
Lengra viðtal er við Hauk í myndskeiði ofar í þessari grein.
Haukur hefur samið við Rhein-Neckar Löwen