HK heldur öðru sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik fyrir lokaumferðina eftir viku. HK lagði Víkinga í hörkuleik í Safamýri í kvöld, 26:24, og hefur 26 stig eftir 17 leiki. Afturelding er stigi á eftir. Mosfellingar unnu stórsigur á Fram2, 33:17, í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal og halda pressu á HK-liðið sem mætir Fjölni í síðustu umferðinni. Afturelding tekur á móti Haukum2 á sama tíma.
Efsta lið Grill 66-deildar kvenna sótti Fjölni heim í Grafarvog og vann öruggan sigur, 34:21. Talsvert er síðan KA/Þór vann deildina og tryggði sér sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð.
Sú fyrsta í 17 ár
Mikið var um dýrðir í Kaplakrika í kringum stórsigur FH á Berserkjum, 31:13. Birna Íris Helgadóttir var heiðruð fyrir að hafa leikið 500 leiki fyrir meistaraflokk FH. Hún er fyrsti leikmaður félagsins í 17 ár sem nær þessum glæsilega á áfanga á ferlinum. Síðastur á undan í 500 leikja klúbb FH er Guðmundur Pedersen.
Lengri frásögn á vef Fjarðarfrétta.

Úrslit kvöldsins
Fjölnir – KA/Þór 21:34 (11:14).
Mörk Fjölnis: Telma Sól Bogadóttir 8, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 4, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 3, Eyrún Ósk Hjartardóttir 2, Tinna Björg Jóhannsdóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1, Signý Harðardóttir 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 11.
Mörk KA/Þórs: Susanne Denise Pettersen 6, Tinna Valgerður Gísladóttir 6, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Elsa Björg Guðmundsdóttir 4, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 4, Aþena Einvarðsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Agnes Vala Tryggvadóttir 2, Tanja Dögg Baldursdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 16, Sif Hallgrímsdóttir 2.
Víkingur – HK 24:26 (15:16).
Mörk Víkings: Hafdís Shizuka Iura 8, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 7, Valgerður Elín Snorradóttir 3, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Auður Brynja Sölvadóttir 1, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Díana Ágústsdóttir 1, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1.
Varin skot: Klaudia Katarzyna Kondras 7, Signý Pála Pálsdóttir 2.
Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 5, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 5, Katrín Hekla Magnúsdóttir 4, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 3, Leandra Náttsól Salvamoser 3, Amelía Laufey G. Miljevic 2, Anna Valdís Garðarsdóttir 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 2.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 7, Danijela Sara Björnsdóttir 5.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Fram2 – Afturelding 17:33 (9:17).
Mörk Fram2: Sara Rún Gísladóttir 8, Silja Jensdóttir 3, Íris Anna Gísladóttir 2, Elín Ása Bjarnadóttir 1, Matthildur Bjarnadóttir 1, Silja Katrín Gunnarsdóttir 1, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 10, Andrea Líf Líndal 1,
Mörk Aftureldingar: Hulda Dagsdóttir 11, Lovísa Líf Helenudóttir 4, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 4, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Ragnhildur Hjartardóttir 3, Anna Katrín Bjarkadóttir 2, Ísabella Sól Huginsdóttir 2, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Ásdís Halla Helgadóttir 1, Fanney Ösp Finnsdóttir Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 14, Saga Sif Gísladóttir 8.
FH – Berserkir 31:13 (18:5).
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 9, Thelma Dögg Einarsdóttir 5, Eva Gísladóttir 4, Dagný Þorgilsdóttir 3, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 3, Telma Medos 2, Aníta Björk Valgeirsdóttir 1, Elísa Björt Ágústsdóttir 1, Ísabella Jórunn Mueller 1, Karen Hrund Logadóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 9, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 4.
Mörk Berserkja: Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir 4, Heiðrún María Guðmundsdóttir 3, Arna Sól Orradóttir 2, Jakobína Kristjánsdóttir 1, Katrín Hallgrímsdóttir 1, Sandra Björk Ketilsdóttir 1, Thelma Dís Harðardóttir 1.
Varin skot: Freyja Sveinbjörnsdóttir 5, María Ingunn Þorsteinsdóttir 5.
Haukar2 – Valur2 21:31 (12:19).
Mörk Hauka2: Ester Amíra Ægisdóttir 7, Roksana Jaros 4, Þóra Hrafnkelsdóttir 3, Brynja Eik Steinsdóttir 2, Rósa Kristín Kemp 2, Bryndís Pálmadóttir 1, Hildur Sóley Káradóttir 1, Katrín Inga Andradóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 4, Erla Rut Viktorsdóttir 4.
Mörk Vals2: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 8, Ásrún Inga Arnarsdóttir 3, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Laufey Helga Óskarsdóttir 3, Sigrún Erla Þórarinsdóttir 3, Sólveig Þórmundsdóttir 3, Anna Margrét Alfreðsdóttir 2, Eva Steinsen Jónsdóttir 2, Lena Líf Orradóttir 2, Arna Karitas Eiríksdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 9, Elísabet Millý Elíasardóttir 3.