Kvennalið ÍBV vann í dag sinn fyrsta leik í Olísdeildinni síðan 5. október. ÍBV gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna í Hekluhöllinni, 24:18, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 9:6.
Sigurinn skipti ÍBV afar miklu máli því þótt liðið sé ennþá það næst neðsta þá náði það þriggja stiga forskoti á Gróttu sem situr í neðsta sæti. Þrjár umferðir eru eftir í Olísdeildinni. Neðsta liðið fellur í vor en það næst neðsta fær möguleika á að halda sæti sínu með því að vinna umspilskeppni sem tekur við að lokinni deildarkeppninni.
Stjarnan sem er í sjötta sæti Olísdeildar var aðeins einu sinni yfir í leiknum, 1:0. ÍBV hafði allan síðari hálfleik drjúgt forskot, mest sjö mörk oftar en einu sinni.
Marta með á ný
Mikilvægt var fyrir ÍBV-liðið að endurheimta Marta Wawrzykowska markvörð. Hún hefur verið úr leik vegna meiðsla síðan í desember.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Stjörnunnar: Embla Steindórsdóttir 7/3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Anna Karen Hansdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 1, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 12, 38,7% – Aki Ueshima 1, 20%.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 8/2, Sunna Jónsdóttir 5, Ásdís Halla Hjarðar 4, Birna María Unnarsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Britney Cots 1, Herdís Eiríksdóttir 1, Birna Dís Sigurðardóttir 1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 10/1, 38,5% – Bernódía Sif Sigurðardóttir 2, 50%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.