- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Kúveit

Aron Kristjánsson hefur verið ráðinn landasliðsþjálfari Kúveit. Mynd/EPA
- Auglýsing -


Aron Kristjánsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Kúveit í handknattleik karla. Aron tekur nú þegar við starfinu en hann er fyrsti Íslendingurinn til þess að þjálfa í landinu.

Aron lét af starfi landsliðsþjálfara Barein eftir heimsmeistaramótið í janúar eftir að hafa unnið fyrir Bareina frá 2018 að undanskildum nokkrum mánuðum í lok árs 2020 og í upphafi árs 2021.


Landslið Kúveit hefur verið í sókn síðustu ár og handknattleikur karla náð meiri og betri útbreiðslu í landinu. Landslið Kúveit var með á heimsmeistaramótinu í janúar sl. og hafnaði í 27. sæti, var tveimur sætum fyrir ofan Barein.

Asíumót landsliða karla, þar sem leikið verður um þátttökurétt á HM 2027, fer fram i Kúveit í janúar á næsta ári.

Alsíringurinn Said Hadjazi var forveri Arons í starfi landsliðsþjálfara Kúveit. Hann var í starfi í tvö ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -