- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á heildina litið var spilamennskan góð

Aron Kristjánsson. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

„Varnarleikur okkar var mjög góður og einnig var Björgvin Páll að verja mjög vel í markinu. Það lagði grunninn að því að við lönduðum góðum sigri,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir að Haukar unnu Selfoss, 25:20, í Olísdeild karla í handknattleik í Schenkerhöllinni. Með sigrinum fóru Haukar upp í efsta sæti Olísdeildar.


„Við fengum að vísu ekki eins mikið af hraðaupphlaupum og varnarleikur okkar bauð upp á . Á móti kom hinsvegar að uppstilltur sóknarleikur okkar gekk lengst af vel. Mér fannst heildar spilamennskan góð,” sagði Aron.


Spurður hver hafi verið lykillinn að því að Haukaliðið skildi Selfossliðð eftir strax í byrjun síðari hálfleiks sem varð til þess að Haukar voru með öruggt forskot til leiksloka sagði Aron það hafa verið muninn nú, saman borið við leikinn við FH á mánudagskvöldið að núna hafi menn komið af fullum þunga til leiks.

„Menn mættu beittari til leiks í síðari hálfleik en stundum áður. Til dæmis í leiknum við FH þá vorum við alltof hægir í leik okkar í byrjun síðari hálfleiks. Að vera beittari frá upphafi var algjört lykilatriði fyrir okkur.“


Aron segir lið sitt hafa leikið afar vel að þessu sinni. Menn hafi fylgt betur leikskipulaginu en stundum áður. „Við vorum klókari og þótt við gerðum mistök þá létum við það ekki hafa áhrif á okkur heldur héldum áfram. Selfossliðið er sterkt, leikmenn er líkamlega öflugir og liðið er vel skipað. Styrkurinn jókst eftir að Ragnar Jóhannsson kom til liðs við Selfoss. Hann var síðasta púslið sem vantaði inn í myndina,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -