- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á okkur hefur ekki verið hlustað

Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ fyrir miðri mynd frá EM í fyrra. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við höfum vitað af þessum reglum lengi og gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að mótmæla þeim enda eru þær strangari en til dæmis á Evrópumóti kvenna fyrr í vetur. Við höfum ekki haft erindi sem erfiði,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun spurður út í viðbrögð Handknattleikssambands Íslands við reglum Alþjóða handknattleikssambandsins um einangrun og covidpróf sem mjög hafa verið til umræðu síðustu daga.

Reglurnar voru kynntar í nóvember en virðast ekki hafa náð almennri athygli fyrr en í upphafi þessarar viku.

Mótmælt í samstarfi við stórþjóðir

„Við höfum mótmælt meðal annars í samstarfi við aðrar stórþjóðir í handboltanum eins og Dani, Svía, Þjóðverja, Frakka og Spánverja en á okkur hefur ekki verið hlutstað,“ sagði Guðmundur og telur að lengra verði ekki hægt að ganga en þegar hefur verið gert til þess að fá reglunum hnekkt. Þær hafi verið samþykktar innan stjórnar IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Innan þeirra stjórnar sitja m.a. fulltrúar nokkurra Evrópuþjóða s.s. Danmerkur og Svíþjóðar, svo dæmi sé tekið.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.

Hafa ekkert að segja

Svíar og Pólverjar, sem eru gestgjafar mótsins hafa ekkert að segja þegar að þessum atriðum kemur. Reynt hafi verið að fá fulltrúa beggja þjóða til þess að mótmæla reglunum. Eins og áður hafa menn ekki haft erindi sem erfiði.

Ennþá skráður heimsfaraldur

„Það verður að segjast eins og er að covid er ennþá skráð sem heimsfaraldur. Svo virðist sem Alþjóða handknattleikssambandið taki þá staðreynd mun alvarlegar en við gerum,“ sagði Guðmundur og bætti við.


„Það sem við óttumst mest er að missa menn út úr liðinu þegar kemur að testum eftir riðlakeppnina, áður en milliriðlakeppnin byrjar.“

Liðið verður ekki lokað af

Guðmundur sagði ennfremur að ekki standi til að loka íslenska hópinn af núna. Skammt sé þangað til farið verður í æfingaferð til Þýskalands. Að henni lokinni verður farið yfir til Svíþjóðar þar sem íslenska liðið mun hefja leik 12. janúar.


„Allir fara í test áður en farið verður til Svíþjóðar. Ég held að best sé að menn njóti samveru með fjölskyldunni meðan þeir hafa tækifæri til áður en haldið verður út,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun.

Frétt handbolta.is síðan í síðla í nóvember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -