- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Á okkur hvílir samfélagsleg ábyrgð“

- Auglýsing -

„Á okkur hvílir samfélagsleg ábyrgð og við viljum standa undir henni,“ sagði Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss í samtali við handbolta.is fyrir hádegið en deildin tilkynnti í morgun að æfingar, viðburðir, mót og leikir falli niður frá og með deginum í dag og fram á sunnudagskvöld. Eftir það verður staðan tekin og framhaldið metið.


„Hér er fyrst og fremst um varúðarráðstöfun að ræða í ljósi aðstæðna. Smit hafa verið í kringum Fjölbrautarskólann sem hefur verið lokaður alla vikuna. Við erum með þjálfara og leikmenn ýmist með veiruna, í sóttkví eða smitgát. Með þessari ákvörðun erum við að taka ábyrgð,“ sagði Þórir sem vonast til að með þessum að öðrum ákvörðunum verði hægt að ná utan um ástandið í bænum.


Á miðvikudagskvöld var leik með ungmennaliði Selfoss frestað með skömmum fyrirvara eftir að grunur vaknaði að í hópi þátttakenda væntanlegs leiks væru smitaðir einstaklingar sem síðar var staðfest. Einnig var fyrirhugðum leik Selfoss og Gróttu í Olísdeild sem fram átti að fara slegið á frest þegar í gær.

Ákvörðun handknattleiksdeildar Selfoss í morgun kemur í framhaldi að tilkyningu í gærmorgun um að fella niður allar fyrirhugaðar æfingar sem fram áttu að fara í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -