- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á vel við mig ef það er smáhiti í leikjunum

Björgvin Páll Gústavsson er ómyrkur í máli í garð leikskipulags Olísdeildar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Það á vel við mig að spila þegar það er svolítill hiti í leiknum. Ég hef ekkert á móti því að vera í hasarnum svo þetta var gaman,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður, glaður í bragði eftir góðan leik þegar íslenska landsliðið í handknattleik karla vann Marokkó, 31:23, og tryggði sér sæti í milliriðlakeppni HM í handknattleik.


„Ég er mjög ánægður með að stimpla mig inn frá byrjun í tveimur leikjum í röð vegna þess að ég hef ekki leikið mikið síðustu mánuði. Þess vegna var mjög gott að fá tvo þétta leiki í röð og góðan leiktíma. Það er algjört gull fyrir mig, ekki síst er það gaman þegar maður sér strákana fyrir framan mig leika af þeim mikla eldmóði sem þeir hafa gert. Það er ekkert grín að spila á fullu í 60 mínútur á móti þjóð sem er svolítið blóðheit. Þeir eiga þakkir skildar fyrir að hafa auðveldað mér vinnuna í markinu,“ sagði Björgvin Páll sem eins og nærri má geta er ánægður með að íslenska liðið hafi náð fyrsta markmiði sínu, sæti í milliriðlum, þar sem það byrjar með tvö stig þótt allir hafa vonast eftir að þau gætu orðið fjögur.

Langar að gera smá usla

„Fyrsta markmiðið er í höfn. Við förum áfram með tvö stig og mjög góða markatölu. Framundan eru þrír leikir á móti skemmtilegum þjóðum sem við þekkjum vel. Okkur langar að gera usla, kveikja aðeins upp í milliriðlinum. Það væri algjör draumur að gera það. En við tökum einn leik í einu og vonandi gert þetta spennandi fyrir þjóðina heima,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður hress og kátur þegar handbolti.is hitti hann eftir sigurleikinn í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -