- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aðalmálið er að við unnum og náðum takmarki okkar

Það var kátt á hjalla þegar flautað var til leiksloka í Fjölnishöllinni í kvöld. Leikmenn og stuðningsmenn Fjölnis kættust mjög. Ljósmynd/Þorgils G.
- Auglýsing -

„Þetta var aldrei í hættu,“ sagði Sverrir Eyjólfsson þjálfari Fjölnis léttur í bragði þegar handbolti.is hitti hann eftir að Fjölnir vann Þór, 24:23, í oddaleik í Fjölnishöllinni í kvöld en með sigrinum innsiglaði Fjölnir sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.

Þórsarar voru yfir í hálfleik, 14:11, og náðu mest fimm marka forskoti snemma í síðari hálfleik áður en hlutirnir fóru að smella hjá Fjölni sem leikur í Olísdeild á ný í haust eftir fjögurra ára fjarveru. Síðast var Fjölnir í efstu deild veturinn 2019/2020 þegar leiktímabilinu var skyndilega slaufað vegna heimsfaraldurs.

„Við vissum að Þórsararnir væri hvað hættulegastir fyrst 30 til 40 mínúturnar. Við fórum vel yfir málin í hálfleik og brýndum fyrir mönnum að um leið og við næðum áhlaupi þá kæmumst við inn í leikinn. Sú stund kom og við snerum leiknum okkur í hag, náðum sjö marka sveiflu og komumst fjórum mörkum yfir og áttum möguleika á fimm marka forskoti. Þórsarar komu til bara undir lokin og saumuðu að okkur,“ sagði Sverrir sem vildi koma á framfæri þakklæti og kveðjum til Þórsarar fyrir frábært fimm leikja einvígi.

Sverrir Eyjólfsson þjálfari fer yfir málin með leikmönnum sínum í síðasta leikhléinu í kvöld. Ljósmynd/Þorgils G.

Þetta hafðist – það er fyrir öllu

„Þetta hafðist hjá okkur, það er fyrir öllu. Enginn pælir í því á næsta tímabili hvernig leikirnir fóru. Aðalmálið er að við unnum og náðum takmarki okkar,“ sagði Sverrir Eyjólfsson sem þjálfað hefur Fjölnisliðið í tvö tímabil. Á síðasta ári var liðið hársbreidd frá því að komast upp.

Fjölnir í Olísdeildina – eins marks sigur í oddaleiknum

Umspil Olís karla: leikjadagskrá og úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -