- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aðalsteinn og Óðinn fengu stig í Winterthur

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Kadetten Schaffhausen. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari, gerði jafntefli við Pfadi Winterthur á útivelli í kvöld í A-deildinni í Sviss, 32:32. Kadetten var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17:13, en lánaðist að snúa við taflinu í síðari hálfleik. Litlu mátti reyndar muna að Kadetten hirti bæði stigin.


Joël Braäm jafnaði metin fyrir Pfadi þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Kadetten átti síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana í nyt.


Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir Kadetten í leiknum, þar af eitt út vítakasti. Spánverjinn Joan Canellas var markahæstur með sjö mörk.


Kadetten situr í efsta sæti deildarinnar með 27 stig eftir 16 leiki. Kriens-Luzern er næst á eftir með 24 stig en hefur leikið tveimur leikjum færra en Kadetten.

Naumt tap í Zürich

Ólafur Andrés Guðmundsson og samherjar í GC Amicitia Zürich töpuðu á heimavelli í kvöld fyrir BSV Bern, 32:31. Ólafur Andrés skoraði tvö mörk í leiknum og var einu sinni vísað af leikvelli. GC Amicitia Zürich er eftir sem áður í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig eftir 13 leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -