Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu deildarmeistarar HC Kriens, 31:27, í fyrsta úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn í handknattleik karla í dag. Leikurinn fór fram í Sursee Stadthalle, heimavelli deildarmeistaranna HC Kriens að viðstöddum 2.900 áhorfendum. Næsta viðureign fer fram í Schaffhausen á fimmtudagskvöld.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk fyrir Kadetten, þar af eitt úr vítakasti.
Þar með hefur Kadetten komist í góða stöðu strax í upphafi einvígisins. Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða meistari en Kadetten varð meistari á síðasta ári.
Kadetten Schaffhausen get the important away win in the first game of the Swiss final. The first home defeat of Kriens-Luzern of the season. Pilipovic with 16 saves.#handball pic.twitter.com/3RFYsjqkf6
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 29, 2023
HC Kriens var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12. Leikmenn Kadetten léku afar vel í síðari hálfleik. Ekki spillti það fyrir að markvörður liðsins, Kristian Pilipovic, varð afar vel meðan kollegi hans í marki HC Kriens náði sér lítt á strik.
Andy Schmid, helsta tromp HC Kriensliðsins, skoraði sjö mörk en Marin Sipic var markahæstur með átta mörk.
Toben Matzken var markahæstur hjá Kadetten með sex mörk. Marvin Lier var næstur með fimm mörk.