- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór markakóngur og einnig skotvissastur

Óðinn Þór glaðbeittur með verðlaunin fyrir að vera markakógnur Evrópudeildarinnar. Mynd/Kadetten Medienstelle, Lara Gansser
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og hornamaður svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen varð markakóngur Evrópudeildarinnar í handknattleik karla sem lauk í dag með sigri þýska liðsins Füchse Berlin. Óðinn Þór skoraði 110 mörk í 13 leikjum, sem jafngildir 8,46 mörkum að jafnaði í leiknum. Hann lék 13 af 14 leikjum Kadetten í keppninni, missti af þeim fyrsta vegna ristarbrots í upphafi leiktíðar.

Yfir 80% skotnýting

Óðinn Þór varð ekki aðeins markahæstur heldur einnig sá skotvissasti af 30 markahæstu leikmönnum keppninni. Hann nýtti 81,5 af skotum sínum til þess að skora mark. Enginn annar af fyrrgreindum hóp náði að rjúfa 80% markið. Næstur á eftir Óðni Þór var Daninn Emil Jakobsen hjá Flensburg með 78% nýtingu.

Hér fyrir neðan eru þeir markahæstu:

NafnFélag:MörkFj.leikja
Óðinn Þór RíkharðssonKadetten11013
Martim CostaSporting10216
Bence NagyFTC9916
Ihor TurchenkoHC Motor9712
Francisco CostaSporting9516
Antonio RobledoGranollers9416
Marcel SchillerGöppingen7815
Milos VujovicFüchse Berlin7614
Emil JakobsenFlensburg7516
Josip SaracGöppingen7517
Kyllian VilleminotMontpellier7516
Salvador SalvadorSporting7416
Jonathan SvenssonYstads7412
Markahæstur Valsmanna:
Arnór Snær Óskarsson6512
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -