- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aðalsteinn tyllti sér á toppinn

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss. Mynd/Kadetten Schaffhausen
- Auglýsing -

Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar í efstu deild svissneska handknattleiksins í karlaflokki, komst í efsta sæti deildarinnar í kvöld þegar liðið lagði St. Gallen, 40:31, á heimavelli. Svo heppilega vildi til fyrir Aðalstein og lærisveina að Pfadi Winterthur sem var í efsta sæti deildarinnar tapaði fyrir HC Kriens 28:27, á heimavelli á sama tíma.


Kadetten hefur reyndar leikið einum leik fleira en Pfadi Winterthur og HC Krems sem er í þriðja sæti. Kadetten á einn leik eftir í deildinni en hin tvö eiga tvo leiki hvort óleikna. HC Krems er með 38 stig og er þremur á eftir Kadetten og tveimur frá Pfadi Winterthur.


Eftir 27 umferðir í deildarkeppninni tekur við úrslitakeppni átta efstu liðanna um meistaratitilinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -