Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum jafntefli, 29:29, í æfingaleik við HK á Ásvöllum í kvöld. Hann skoraði jöfnunarmarkið með þrumuskoti þremur sekúndum fyrir leikslok. HK, sem var manni fleiri undir lokin, tapaði boltanum þegar rétt innan við 20 sekúndur voru eftir af leiktímanum.
Leikmenn Hauka skoruðu tvö síðustu mörk leiksins í annars jafnri viðureign. Haukar voru marki yfir í hálfleik, 16:15.
Vika er þangað til Haukar mæta Aftureldingu í fyrstu umferð Olísdeildar á Ásvöllum. HK sækir ÍBV heim daginn eftir.
Mörk Hauka: Freyr Aronsson 7, Birkir Snær Steinsson 5, Þráinn Orri Jónsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Adam Haukur Baumruk 2, Jón Ómar Gíslason 2, Össur Haraldsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Sigurður Snær Sigurjónsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 5.
Mörk HK: Haukur Ingi Hauksson 9, Ágúst Guðmundsson 5, Örn Alexandersson 5, Sigurður Jefferson Guarino 4, Ingibert Snær Erlingsson 3, Andri Þór Helgason 1, Leó Snær Pétursson 1, Styrmir Hugi Sigurðarson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 13.
Leiknum var streymt á youtube. Hljóðrásin var slök.
https://www.youtube.com/live/pkGoWyuXqyk