- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aðeins ein úr Fram í úrvalsliðinu – Rut sú besta

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór var besti leikmaður Olísdeildarinnar í vetur að mati tölfræðiveitunnar HBStatz. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Aðeins einn leikmaður úr deildarmeistaraliði Fram og einn úr liði Vals, sem varð í öðru sæti eru í liði tímabilsins í Olísdeild kvenna hjá tölfræðiveitunni HBStatz. Liðið er tekið saman eftir tölfræðiþáttum sem veitan hefur tekið saman frá leikjunum 84 sem fram fóru á tímabilinu og lauk á fimmtudaginn.


Hafdís Renötudóttir markvörður Fram og íslenska landsliðsins er eini leikmaður Fram. Thea Imani Sturludóttir er sömuleiðis eini leikmaður Vals. Tveir leikmenn ÍBV, Harpa Valey Gylfadóttir og Sunna Jónsdóttir skipa liðið auk Rutar Arnfjörð Jónsdóttur og Rakelar Söru Elvarsdóttur úr KA/Þór. Sjöundi liðsmaðurinn er Elna Ólöf Guðjónsdóttir línumaður HK.


Eins og í öðrum liðum þá er ekki úr vegi að hafa varamenn. Þær eru Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór, og Elín Klara Þorkelsdóttir leikstjórnandi Hauka.


Samkvæmt niðurstöðum í tölfræði bókhaldi HBStatz var Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór besti leikmaður Olisdeildar kvenna. Næstar á eftir Rut eru Thea Imani Sturludóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir.


Besti sóknarmaður deildarinnar var Rut Arnfjörð. Thea Imani skaraði framúr öðrum við varnarleikinn og Hafdís besti markvörðurinn. Hún var með 13 skot varin í leik að jafnaði, 39%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -