- Auglýsing -
- Auglýsing -

Æfir og vinnur heima

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik. /BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Díana Dögg Magnúsdóttir vonast til að æfingar hjá liði hennar, BSV Sachsen Zwickau, hefjist á ný eftir næstu helgi. Æfingar hafa legið niðri í nærri viku eftir að einn samherji hennar greindist smitaður af kórónuveirunni eins og kom fram á handbolti.is á laugardaginn. Í framhaldinu var viðureign BSV Sachsen Zwickau og Bremen sem fram átti að fara á síðasta laugardag frestað.

Díana Dögg og samherjar hennar hafa verið í sóttkví síðan á föstudaginn þegar smitið greindist hjá samherja hennar. Díana Dögg sagði við handbolta.is í morgun að hún hafi farið í sýnatöku á mánudaginn og niðurstaðan reynst neikvæð. Hún reiknar ekki með að fara aftur í próf nema að eitthvað greinist hjá samherjum hennar en ekki liggja allar niðurstöður fyrir í prófum sem gerð voru hjá þeim.

„ Komi ekki upp fleiri smit þá verður næsti sunnudagur síðasti dagur í sóttkví. Þá ætti allt að fara ganga sinn vanagang á mánudaginn og æfingar að hefjast aftur,“ sagði Díana Dögg í morgun. Hún sinnir æfingum heima eftir bestu getu auk þess sem hún vinnur einnig heima hjá sér þessa dagana meðan sóttkví stendur yfir. Eins og fram kom í viðtali við Díönu Dögg fyrir nokkru þá starfar hún hjá verkfræðistofu í Zwickau samhliða handboltanum og meistaranámi í verkfræði við HR. Hún hefur því í mörg horn að líta.

Ekkert er leikið í þýska kvennahandboltanum þessa dagana fremur en í öðrum deildum kvenna í Evrópu þar sem nú stendur yfir svokölluð landsleikjavika.

Næsti leikur BSV Sachsen Zwickau verður á útivelli gegn Solingen 17. október.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -