- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Æft fyrir landsleikinn við Eistlendinga – liðsstjórinn á afmæli

F.v. Ómar Ingi Magnússon, Þorsteinn Leó Gunnarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Einar Bragi Aðalsteinsson og Ýmir Örn Gíslason á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll í morgun. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -

Snarpur undirbúningur íslenska landsliðsins í handknattleik karla fyrir fyrri viðureigina við Eistlendinga í umspili um HM sæti hófst í gær og stendur yfir í dag og fram á morgundaginn þegar flautað verður til leiks í Laugardalshöll klukkan 19.30.

Æft var í Laugardalshöll í morgun og aftur síðar í dag auk þess sem lagt er á ráðin á fundum og farið vandlega yfir leik landsliðs Eistlands.

Afmælisdrengur dagsins, Guðni Jónsson liðsstjóri t.v., ásamt Gísla Þorgeiri Kristjánssyni fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalshöll skömmu fyrir hádegið. Mynd/HSÍ

Guðni Jónsson liðsstjóri karlalandsliðsins til margra ára á afmæli í dag. Hann lét það ekki aftra sér frá því að mæta á æfinguna í morgun enda heldur Guðni um mikilvæga strengi utan leikvallarins. Landsliðsmenn glöddust með Guðna og giskuðu m.a. á aldur hans með misjöfnum árangri fyrir æfinguna.

Ennþá eru til örfáir miðar á leikinn við Eistlendinga annað kvöld. Um er að ræða fyrri viðureign Íslands og Eistlands í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og Króatíu í janúar.

Ísland – Eistland, miðasala.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -