AEK Aþena og RK Partizan eru komin áfram í átta liða úrslit í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik en Haukar eru á meðal þeirra liða sem eftir eru í keppninni. AEK Aþena og RK Partizan léku tvisvar gegn andstæðingum sínum í 16-liða úrslitum um nýliðna helgi.
AEK átti ekki í teljandi vandræðum með MRK Krka frá Slóveníu í tveimur leikjum sem fram fóru í Chalkida í Grikklandi, í sama keppnishúsi og íslenska landsliðið leikur við gríska landsliðið í undankeppni EM 12. mars.
Serbneska liðið RK Partizan tapaði fyrri leiknum gegn Diomidis Argous í Belgrad á laugardaginn með tveggja marka mun.
Leikmenn liðsins tóku sig saman í andlitinu fyrir síðari viðureignina og unnu með 10 marka mun. Miodrag Corsovic sem kvaddi Val á dögunum var á leikskýrslu hjá RK Partizan í báðum leikjum og kom aðeins við sögu í þeim síðari.
Úrslit helgarinnar í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla:
AEK Aþena – MRK Krka 38:28.
MRK Krka – AEK Aþena 25:31.
RK Partizan – Diomidis Argous 26:28.
Diomidis Argous – RK Partizan 22:32.
SSV Brixen – HC Alkaloid 32:44.
Runar – Besiktas 35:35.
Sabbianco Famagusta – HC Izvidac 25:25.
Haukar – RK Jeruzalem Ormoz 31:23.
-síðari leikurinn fer fram í Ormoz í Slóveníu á laugardaginn.
Finnska liðið BK-36 og CS Minaur Baia Mare frá Rúmeníu leika tvisvar í Karis í Finnlandi á föstudag og laugardaginn.
Drammen frá Noregi og Olympiakos mætast í Grikklandi á föstudag og sunnudag.