- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ætlum að klára einvígið á fimmtudaginn

Sigríður Hauksdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Hafdís Renötudóttir og Sara Sif Helgadóttir leikmenn Vals. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

„Þetta var svo sannarlega öruggari sigur hjá okkur en í fyrsta leiknum við Hauka. Við bættum svo upp fyrir frammstöðu okkar að þessu sinni því við vorum ekki sáttar við okkur eftir sigurleikinn á heimavelli í fyrstu umferð,“ sagði Hafdís Renötudóttir markvörður Vals í samtali við handbolta.is eftir átta marka sigur Vals á Haukum, 30:22, í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.

Hafdís fór á kostum í leiknum og var með ríflega 40% hlutfallsmarkvörslu í leiknum þar sem Valsliðið var mikið sterkara frá byrjun til enda.

Hafdísi og félögum vantar einn sigur til viðbótar svo annar Íslandsmeistaratitillinn í röð verði í húsi. Næsti leikur liðanna verður á Hlíðarenda á fimmtudagskvöldið. Hafdís segir ekkert annað koma til greina en sigur í þeirra viðureign. Ekki standi til að teygja úrslitaeinvígið í fleiri leiki en þrjá.

Gefur byr undir báða vængi

„Við ætlum að okkur að mæta brjálaðar í þriðja leikinn. Sigurinn í kvöld gefur okkur byr undir báða vængi. Á fimmtudaginn ætlum við að klára einvígið,“ sagði Hafdís ákveðin og bætti við.

„Næstu dagar fara í að búa okkur sem best fyrir næsta leik. Þetta er alltaf sama gamla góða sagan,“ sagði Hafdís Renötudóttir markvörður Vals í samtali við handbolta.is.

Sjá einnig:
Olís kvenna: Úrslitakeppni, leikjadagskrá

Meistaratitillinn blasir við Valsliðinu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -